Aðstoðarforstjóri FBI rekinn

Andrew McCabe.
Andrew McCabe. AFP

Andrew McCa­be, aðstoðarfor­stjóri banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar, FBI, var rekinn í gærkvöldi en einungis nokkrir dagar voru þar til hann gæti farið á eftirlaun. Dómsmálaráðherra rak McCabe en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt McCabe oftar en einu sinni.

McCabe steig í janúar til hliðar sem starfandi starf­andi for­stjóri FBI. Trump hafði gagn­rýnt McCa­be með ýms­um hætti frá því að hann tók við starfi for­stjóra, meðal ann­ars fyr­ir póli­tíska hlut­drægni. Trump hafði einnig sett út á af­skipti McCa­be og FBI á rann­sókn á meint­um af­skipt­um Rússa af for­seta­kosn­ing­un­um árið 2016.

McCabe átti að fara á eftirlaun eftir tvo dagta en þá verður hann fimmtugur. Trump fagnaði ákvörðun dómsmálaráðherra, Jeff Sessions. „Þetta er frábær dagur fyrir harðduglega starfsmenn FBI og frábær dagur fyrir lýðræðið,“ skrifaði forsetinn meðal annars á Twitter.

Í yfirlýsingu frá dómsmálaráðuneytinu kemur fram að McCabe hafi veitt fjölmiðlum upplýsingar án leyfis. Auk þess hafi hann ekki sýnt heiðarleika en það sé lykilatriði í störfum FBI.

McCabe sendi frá sér yfirlýsingu eftir brottreksturinn þar sem hann sagði meðal annars að hún væri árás á trúverðugleika hans. „Það er ráðist á mig vegna hlutverksins sem ég lék, ákvarðana sem ég tók og atburða sem ég varð vitni að eftir að James Comey var rekinn,“ kom meðal annars fram í yfirlýsingu McCabe.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert