Facebook hefur lokað síðu fyrirtækisins Cambridge Analytica, sem stærði sig af því að hafa átt þátt í sigri Donalds Trump í bandarísku forsetakosningunum.
Síðu fyrirtækisins á samfélagsmiðlinum var lokað eftir að fregnir bárust af því að það hefði geymt upplýsingar úr prófílum milljóna bandarískra kjósenda á Facebook, án þeirra leyfis.
Að sögn dagblaðanna New York Times og Observers stal fyrirtækið upplýsingum úr prófíl 50 milljóna notenda Facebook, sem mun vera stærsti þjófnaðurinn á gögnum Facebook til þessa.
Gögnin voru notuð til að hjálpa Cambridge Analytica að hanna hugbúnað til að spá fyrir um og hafa áhrif á val kjósenda á kjörstað.