Gerður að blóraböggli af Facebook

Skrifstofur Cambridge Analytica í London. Sálfræðingurinn Aleksandr Kogan sam Cambridge …
Skrifstofur Cambridge Analytica í London. Sálfræðingurinn Aleksandr Kogan sam Cambridge Analytica fékk prófíl-uppýsingarnar hjá segir fyrirtækið og Facebook gera sig að blóraböggli í málinu. AFP

Cambridge Analytica ýkti stórlega þátt sinn í því að Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna haustið 2016 og hefði ekki getað haft afgerandi áhrif á kosningarnar. Þetta segir fræðimaðurinn sem lét fyrirtækið fá upplýsingarnar.

Sálfræðingurinn Aleksandr Kogan sagði í viðtali sem BBC birti í dag að bæði Cambridge Analytica og Facebook séu að gera sig að blóraböggli í málinu.

Fjölmiðlar hafa frá því um helgina greint frá því að Cambridge Ana­lytica hafi nýtt per­sónu­upp­lýs­ing­ar 50 millj­ón Face­book not­enda til að út­búa um­fangs­mik­inn gagna­grunn um banda­ríska kjós­end­ur án vitn­eskju Face­book. Gagna­grunn­ur­inn hafi síðan verið notaður til að reyna að fá ókveðna kjós­end­ur til að kjósa Don­ald Trump í banda­rísku for­seta­kosn­ing­un­um haustið 2016.

Hafa hlutabréf í Facebook fallið í kjölfar fréttanna, sem og hlutabréf í samfélagsmiðlunum Twitter og Snapchat, en fréttir vikunnar hafa m.a. bent til þess að forsvarsmönnum Facebook hafi verið kunnugt um gagnasöfnunina um nokkurra ára skeið.

Reyndu að selja töfra

Bæði Facebook og Cambridge Analytica hafa sagt Kogan ábyrgan. Hann er prófessor við Cambridge háskóla og sem safnaði prófílupplýsingum um Facebook notendur í gegnum skoðanakannanna-app á Facebook.

Fjöldi framboðsskrifstofa víðsvegar um heiminn safnar upplýsingum um kjósendur og vonast til þess að geta beint skilaboðum sínum að óákveðnum kjósendum í því skyni að fá þá í lið með sér.

Kogan segir hins vegar verulegar ýkjur í gangi varðandi þá þjónustu sem Cambridge Analytica hafi veitt. „Ég held að Cambridge Analytica hafi verið að reyna að selja töfra,“ segir hann. „Þeir hafa fullyrt að þetta sé ótrúlega nákvæmt og að það segi manni allt sem hægt er, en ég held að raunveruleikinn sé annar.“

Arron Banks, sem barðist fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í aðdraganda Brexit þjóðaratkvæðagreiðslunnar dregur líka í efa gildi sálfræðilegra gagna.

Hann segir Reuters fréttastofunni að Cambridge Analytica hafi boðið herferð sinni, Leave.eu, þjónustu sína en án árangurs.

„Ég held að þeir hafi ekki þetta töfrakerfi sem þeir segjast hafa,“ sagði Banks. „Ég held að þeir séu ekkert annað en fyrirtæki sem setur auglýsingar á Facebook og sveipar þær einhverri dulúð.“

Segja Kogan hafa logið að sér

Snjallsíma app Kogans „thisisyourdigitallife,” sem útleggja má sem „þettaerþittstafrænalíf“, bauð upp á sálfræðilega spá og var appið auglýst á Facebok sem rannsóknarforrit sem sálfræðingar nýttu sér.

Facebook segir Kogan hafa „logið að sér“ og að hann hafi brotið gegn stefnu samfélagsmiðilsins með því að láta Cambridge Analytica fá upplýsingarnar. Cambridge Analytica fullyrðir hins vegar að fyrirtækið hafi eyðilagt gögnin um leið og það áttaði sig á að gögnin brutu í bága við lög um gagnavernd.

Kogan segir atburði undanfarinna daga hafa verið algjört áfall. „Mitt viðhorf er það að ég sé notaður sem blóraböggull af bæði Facebook og  Cambridge Analytica,” sagði hann.

„Við töldum okkur vera að gera eitthvað sem tíðkaðist og  Cambridge Analytica fullvissaði okkur um að allt væri fullkomlega löglegt og innan notkunarskilmála.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka