Suður-kóreskur dómstóll hefur gefið út handtökuskipun á hendur Lee-Myung-bak, fyrrverandi forseta landsins, vegna ásakana um spillingu.
Nokkrir dagar eru liðnir síðan hann var yfirheyrður í langan tíma af saksóknurum.
Forsetinn fyrrverandi, sem er 76 ára, sat í embætti á árunum 2008 til 2013.
Hann er einn af þó nokkrum fyrrverandi leiðtogum sem hefur verið rannsakaður fyrir glæpsamlegt athæfi. Hann sakaður um að hafa þegið milljónir dollara í mútur.