Árásarmaðurinn í Frakklandi frá Marokkó

Franska lögreglan lokar vegi að bænum Trebes þar sem maðurinn …
Franska lögreglan lokar vegi að bænum Trebes þar sem maðurinn heldur fólki í gíslingu. AFP

Byssumaðurinn sem hefur drepið tvo og heldur gíslum föngnum í stórmarkaði í suðurhluta Frakklands er Marokkóbúi sem hafði áður verið talinn líklegur hryðjuverkamaður. Þetta staðfesta heimildarmenn AFP-fréttaveitunnar úr röðum lögreglu.

Maðurinn skaut fyrst á hóp lögreglumanna þar sem þeir voru að skokka í bænum Carcassonne. Einn þeirra særðist en er ekki í lífshættu. Því næst flúði maðurinn á bíl í um 15 mínútur til bæjarins Trèbes, sem er skammt frá borginni Montpellier, þar sem hann heldur nú fólki í gíslingu í matvöruverslun.

Fer maðurinn fram á að Salah Abdeslam verði látinn laus úr haldi, en hann er mikilvægasti sakborningurinn í hryðjuverkaárásunum árið 2015 í París þar sem 130 manns voru drepnir.

Í frétt AFP er haft eft­ir lög­reglu að gíslatökumaður­inn seg­ist vígamaður hryðju­verka­sam­tak­anna Rík­is íslams.

Gíslatakan er í Super U stórmarkaði í bænum Trebes í …
Gíslatakan er í Super U stórmarkaði í bænum Trebes í suðurhluta Frakklands. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert