Franska lögreglan hefur drepið byssumanninn sem skaut að minnsta kosti þrjá til bana og særði tvo til viðbótar er hann tók fólk í gíslingu í suðvesturhluta Frakklands.
Lögreglumaður sem átti þátt í að frelsa gíslana í stórmarkaðinum í bænum Trebes særðist í lögregluaðgerðinni þegar byssumaðurinn var drepinn, að sögn heimildarmanns AFP-fréttastofunnar.