Lögreglumaður í staðinn fyrir gísl

Lögreglan fyrir utan stórmarkaðinn.
Lögreglan fyrir utan stórmarkaðinn. AFP

Franskur lögreglumaður sem bauð sjálfan sig í skiptum fyrir gísl í umsátrinu í frönskum stórmarkaði var skotinn af byssumanninum.

Gerard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, greindi frá þessu en lögreglumaðurinn særðist alvarlega.  

Sérsveit lögreglu ruddist inn í stórmarkaðinn, Super U, eftir að byssumaðurinn skaut lögreglumannninn.

Collomb hrósaði lögreglumanninum og sagði hann hafa drýgt hetjudáð.

mbl.is/AFP

Byssumaðurinn skaut þrjá til bana og særði tvo í bænum Trébes. 

Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams segjast bera ábyrgð á árásinni. 

Gerard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands.
Gerard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert