Franskur lögreglumaður sem bauð sjálfan sig í skiptum fyrir gísl í umsátrinu í frönskum stórmarkaði var skotinn af byssumanninum.
Gerard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, greindi frá þessu en lögreglumaðurinn særðist alvarlega.
Sérsveit lögreglu ruddist inn í stórmarkaðinn, Super U, eftir að byssumaðurinn skaut lögreglumannninn.
Collomb hrósaði lögreglumanninum og sagði hann hafa drýgt hetjudáð.
Byssumaðurinn skaut þrjá til bana og særði tvo í bænum Trébes.
Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams segjast bera ábyrgð á árásinni.
An armed man took hostages in a supermarket in southern France on Friday, killing three people and injuring about a dozen others before being shot to death when French police stormed the market, authorities said. https://t.co/Vqp7zQamoi pic.twitter.com/mvorz7O2pv
— PRO NEWS NET (@PNN_pronews) March 23, 2018