„Heyrir hvernig valdhafarnir skjálfa“

Hundruð þúsunda tóku þátt í fjöldafundum víðsvegar um Bandaríkin í dag til að hvetja til hertrar byssulöggjafar. Fund­irn­ir eru haldn­ir und­ir yf­ir­skrift­inni March for Our Li­ves og tengj­ast hópi ung­menna sem hafa bar­ist fyr­ir hertri lög­gjöf í kjöl­far fjölda­morðsins sem var framið í skóla í Park­land í Flórída í síðasta mánuði. Þar féllu 17 fyr­ir hendi bys­su­manns. 

Emma Gonzalez, ein þeirra nemenda Mar­jory Stonem­an Douglas fram­halds­skól­ans í Parkland sem lifði skotárásina flutti kraftmikla ræðu á fundinum í Washington. Gonzalez las einnig upp nöfn þeirra 17 sem létust og stóð svo þögul á sviðinu í sex mínútur og tuttugu sekúndur, en það er tíminn sem það tók árásarmanninn að drepa fórnarlömb sín.

Mikill mannfjödi var samankomin í Washington til að taka þátt …
Mikill mannfjödi var samankomin í Washington til að taka þátt í fjöldasamkomunni. AFP

Þátttakendur báru margir hverjir skilti með áletrunum á borð við „Ef þeir velja byssur  frekar en krakka, þá kjósum við þá burt“. Reuters segir Pennsylvania Avenue sem liggur að Hvíta húsinu í Washington hafa verið þéttskipaða mótmælendum.

David Hogg sem er í hópi eftirlifenda sagði nýjan dag að rísa. „Maður heyrir hvernig valdhafarnir skjálfa,“ sagði hann og uppskar mikið lófatak fyrir.

„Við ætlum að tryggja að besta fólkið fái kosningu og verði valið, ekki sem pólitíkusar, heldur sem Bandaríkjamenn. Af því að þetta – er ekki að gera sig,“ sagði hann og benti á þinghúsið. „Við getum og ætlum að breyta heiminum!“

Fundargestir hlusta á ræður í Las Vegas.
Fundargestir hlusta á ræður í Las Vegas. AFP

Fjöldafundir voru haldnir í meira en 800 borgum í Bandaríkjunum í dag og segir BBC unga mótmælendur hafa fyllt götur Atlanta, Baltimore, Boston, Chicago, Los Angeles, Miami, Minneapolis, New York og San Diego svo dæmi séu tekin.

BBC segir þátttakendur í fjöldafundunum vilja nýta sér þá miklu reiði sem greip um sig hjá almenningi í kjölfar árásarinnar á skólann og að þeir vonist til að fá Bandaríkjaþing til að grípa loksins til einhverra aðgerða, m.a. að banna sölu árásarvopna.

Þátttakendur í Pine Trails Park hlýða á ræður áður en …
Þátttakendur í Pine Trails Park hlýða á ræður áður en gengið var að Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum þar sem að 17 manns létust í skotárás. AFP

Bandaríkjamenn eru hins vegar klofnir í afstöðu sinni til málsins og rétturinn til að bera vopn, sem tilgreindur eru í annarri grein bandarísku stjórnarskrárinnar er mörgum mikilvægur og samtök vopnaeigenda í Bandaríkjunum NRA eru með valdamestu samtökum í landinu.

Donald Trump Bandaríkjaforseti dvelur þessa helgina í húsi sínu á Mar-a-Lago á Flórída og var því ekki í Hvíta húsinu er um hálf milljón manna kom saman á fundinum í Washington.

Í yfirlýsingu sem Hvíta húsið sendi frá sér í dag eru hins vegar lofaðir „þeir mörgu hugrökku ungu Bandaríkjamenn sem nýttu sér í dag rétt sinn sem varinn er af fyrstu grein stjórnarskrárinnar.“

Fjöldafundur í New Orleans.
Fjöldafundur í New Orleans. AFP
Nemendur í Valley College stilla sér upp sem lík á …
Nemendur í Valley College stilla sér upp sem lík á götu í Los Angeles. Á skiltinu stendur NRA er með blóð á höndum sér. AFP
Námsmenn í Los Angeles halda hér uppi myndum af þeim …
Námsmenn í Los Angeles halda hér uppi myndum af þeim sem létust í árásinni á Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólann. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka