Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakklandsforseta, verður gert að sæta réttarhöldum vegna gruns um spillingu og mútugreiðslur. Reyndi hann meðal annars að fá afhentar upplýsingar um rannsókn máls frá dómara gegn greiðslu. AFP greinir frá.
Þetta eru ekki einu réttarhöldin fram undan yfir Sarkozy, en hann sætir ákæru fyrir ólögmætar aðferðir við fjármögnun kosningabaráttu sinnar árið 2012. Fyrir viku var hann ákærður fyrir að þiggja milljónir evra frá Moamer Kadhafi, fyrrverandi einræðisherra Líbíu.