Donald Trump Bandaríkjaforseti telur bandarísk netfyrirtæki ekki greiða nægilega háa skatta, og það komi niður á öðrum smásölum, en í tísti sem hann sendi frá sér í gær beindi Trump spjótum sínum að verslunarrisanum Amazon.
„Ég lýsti yfir áhyggjum mínum af Amazon löngu fyrir forsetakosningarnar,“ tísti Trump í gær. „Ólíkt öðrum, greiða þeir lága eða enga skatta til ríkja, nýta póstþjónustu okkar sem einkasendla (með gríðarlegu tapi fyrir Bandaríkin) og reka rekstur margra smásala fram af bjargbrúninni.“
I have stated my concerns with Amazon long before the Election. Unlike others, they pay little or no taxes to state & local governments, use our Postal System as their Delivery Boy (causing tremendous loss to the U.S.), and are putting many thousands of retailers out of business!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 29, 2018