Winnie Mandela látin

Winnie Mandela barðist gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum.
Winnie Mandela barðist gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum. AFP

Winnie Madikizela Mandela, fyrrverandi eiginkona Nelsons Mandela, er látin. Hún var 81 árs að aldri.

Hún lést á Netcare Milpark-sjúkrahúsinu í Jóhannesarborg í Suður-Afríku eftir langvinn veikindi að því er kemur fram í frétt AFP um andlát Winnie.

Winnie og Nelson Mandela voru gift í 38 ár og lék hún stórt hlutverk í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. Stærstan hluta hjónabandsins voru þau í sundur, eða þau 27 ár sem fyrrverandi eignmaður hennar var í fangelsi. 

Nelson og Winnie Mandela árið 1990 þegar hann losnaði úr …
Nelson og Winnie Mandela árið 1990 þegar hann losnaði úr fangelsi eftir 27 ár. AFP

En mannorð Winnie var þó ekki óflekkað í gegnum tíðina. Hún hefur verið fundin sek um fjársvik og meðsek um pyntingar og morð. Árið 1991 var hún sakfelld fyrir aðild að mannráni fjögurra ungmenna og morðs á einu þeirra, hinum 14 ára Stompie Moeketsi, af höndum lífvarðasveitar hennar. 

Leiðir Nelson og Winnie lágu í sundur árið 1992 og skildu þau formlega fjórum árum seinna eftir löfræðideilu sem leiddi ljós að hún hafði haldið við ungan lífvörð.

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert