Segja Ísraelsher bera ábyrgð

Yfirvöld í Sýrlandi segja Ísraela ábyrga fyrir loftárás á herstöð sína í morgun. Ekkert hefur heyrst frá yfirvöldum í Ísrael vegna málsins.

Loftárásin kemur í kjölfar efnavopnaárásar á bæinn Douma í austurhluta Ghouta-héraðs sem sýrlensk stjórnvöld hafa verið sökuð um að bara ábyrgð á.

„Árás Ísraela á T-4 flugvöllinn var gerð úr lofti frá líbönsku yfirráðasvæði með F-15 flugvél sem skaut nokkrum flugskeytum,“ hefur fréttastofa AFP eftir ríkisrekna sýrlenska fjölmiðlinum Sana.

Rússar, bandamenn Bashar al-Assad Sýrlandsforseta, taka undir ásakanir Sýrlandsstjórnar.

Eftir efnavopnaárásina í Khan Sheikhoun í apríl á síðasta ári gerði Bandaríkjaher loftárás á herstöð Sýrlandshers í Shayrat.

Bandaríkjamenn og Frakkar hafa neitað aðild að árásinni. Ísraelar hafa hvorki játað né neitað aðild að því er kemur fram í frétt BBC um málið.

Fjór­tán lét­ust í árás­inni, m.a. ír­ansk­ir her­menn sem styðja rík­is­stjórn Bashars al-Assad. Herstöðin er í Homs-héraði í miðhluta Sýr­lands og er kölluð T-4 eða Tiyas-flug­völl­ur.

Sýrlenski stjórnarherinn gengur hart fram við að ná til baka …
Sýrlenski stjórnarherinn gengur hart fram við að ná til baka síðasta svæðinu í austurhluta-Ghouta héraðs. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka