Vill að öryggisráðið grípi til aðgerða

Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, hvatti til aðgerða …
Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, hvatti til aðgerða í kjölfar efnavopnaárásar í Sýrlandi á neyðarfundi öryggisráðs SÞ í kvöld. AFP

Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, hvatti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að grípa til aðgerða í kjölfar efnavopnaárásar sem gerð var á borgina Douma í Sýrlandi á laugardag. Öryggisráðið kom saman á neyðarfundi í kvöld.

„Við erum komin á það stig að alþjóðasamfélagið þarf að sjá réttlætinu framfylgt,“ sagði Haley meðal annars á fundi ráðsins.

Talið er að í það minnsta 70 hafi fallið í árásinni og hundruð manna særst. Sýr­lend­ing­ar og Rúss­ar hafa vísað á bug ásök­un­um um að sýr­lensk­ar her­sveit­ir hafi staðið á bak við árás­ina. Sendifulltrúi Rússa, Vassily Nebenzia, fullyrti á fundi ráðsins í kvöld að árásin hefði verið sviðsett.

Frá fundi öryggisráðsins í kvöld.
Frá fundi öryggisráðsins í kvöld. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert