Bað þingmenn afsökunar

For­stjóri og stofn­andi Face­book, Mark Zucker­berg, bað bandaríska þingmenn afsökunar í dag þegar hann kom fyrir þingnefnd á Banda­ríkjaþingi.

Zucker­berg ber vitni á fundi þing­nefnda í báðum deild­um Banda­ríkjaþings, í dag og á morg­un. Þar mun hann svara fyrir aðgerðir Facebook vegna þess að upplýsingar um millj­ón­ir manna láku frá not­end­um sam­fé­lags­miðils­ins til breska fyr­ir­tæk­is­ins Cambridge Ana­lytica, sem starfaði fyr­ir kosn­inga­skrif­stofu Don­ald Trump.

Zuckerberg endurtók það sem hann hafði áður sagt; baðst afsökunar og sagðist sjálfur bera ábyrgð á málinu.

„Það mun taka einhvern tíma að fara í gegnum allar breytingarnar sem við þurfum að gera en ég er staðráðinn í því að við munum gera þetta rétt og vel,“ sagði Zuckerberg.

Mark Zuckerberg kom fyrir þingnefnd á Bandaríkjaþingi síðdegis að íslenskum …
Mark Zuckerberg kom fyrir þingnefnd á Bandaríkjaþingi síðdegis að íslenskum tíma. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert