Eitrið kemur frá Rússlandi

Höfuðstöðvar OPCW í Haag.
Höfuðstöðvar OPCW í Haag. AFP

Taugaeitrið sem notað var á Skrípal-feðginin í byrjun mars kemur upprunalega frá Rússlandi. Þetta er niðurstaða rann­sókn­ar alþjóðlegu efna­vopna­stofn­un­ar­inn­ar OPCW (Org­an­isati­on for the Prohi­biti­on of Chemical Wea­pons) og er sama niðurstaða og eiturefnarannsókn breskra yfirvalda leiddi í ljós. 

Blóðsýni sem sérfræðingar OPCW rannsökuðu staðfesta niðurstöðu breskra rannsóknarstofnanna að um tauga­eit­ur sem til­heyr­ir safni til­bú­inna eit­ur­efna sem kallað er novichok, var notað gegn Ser­gej Skrípal fyrrverandi gagnnjósnara og Júlíu dótt­ur hans 4. mars í breska bænum Sal­isbury 4. mars. Efn­in voru þróuð og fram­leidd á rann­sókn­ar­stof­um í Sov­ét­ríkj­un­um í kalda stríðinu. 

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stofnuninni sem birt var klukkan 11. Þar er aftur á móti ekki fjallað um hver hafi gert árásina. Aðeins að niðurstaðan sé sú sama og bresk yfirvöld höfðu kynnt. Bresk stjórnvöld hafa aftur á móti gengið lengra, bæði nafngreint taugaeitrið og sakað rússnesk yfirvöld að hafa staðið á bak við árásina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert