Taugaeitrið sem notað var á Skrípal-feðginin í byrjun mars kemur upprunalega frá Rússlandi. Þetta er niðurstaða rannsóknar alþjóðlegu efnavopnastofnunarinnar OPCW (Organisation for the Prohibition of Chemical Weapons) og er sama niðurstaða og eiturefnarannsókn breskra yfirvalda leiddi í ljós.
Blóðsýni sem sérfræðingar OPCW rannsökuðu staðfesta niðurstöðu breskra rannsóknarstofnanna að um taugaeitur sem tilheyrir safni tilbúinna eiturefna sem kallað er novichok, var notað gegn Sergej Skrípal fyrrverandi gagnnjósnara og Júlíu dóttur hans 4. mars í breska bænum Salisbury 4. mars. Efnin voru þróuð og framleidd á rannsóknarstofum í Sovétríkjunum í kalda stríðinu.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stofnuninni sem birt var klukkan 11. Þar er aftur á móti ekki fjallað um hver hafi gert árásina. Aðeins að niðurstaðan sé sú sama og bresk yfirvöld höfðu kynnt. Bresk stjórnvöld hafa aftur á móti gengið lengra, bæði nafngreint taugaeitrið og sakað rússnesk yfirvöld að hafa staðið á bak við árásina.