Stjórnvöld í Moskvu munu ekki una niðurstöðu rannsóknar alþjóðlegu efnavopnastofnunarinnar OPCW þess efnis að taugaeitrið sem notað var á Skrípal-feðginin í byrjun mars komi upprunalega frá Rússlandi.
Rússar segja að fyrst verði rússneskir sérfræðingar að fá að rannsaka blóðsýnin sem sérfræðingar OPCW rannsökuðu.
„Rússland mun ekki taka mark á neinni niðurstöðu í tengslum við Skripal-málið fyrr en sérfræðingar okkar fá að rannsaka málin sjálfir,“ sagði Maria Zakharova, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins.