Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Maxim Borodin, sem fjallaði um dauða málaliða í Sýrlandi, lést í dag á sjúkrahúsi eftir fall úr íbuð sinni á 5. hæð í borginni Yekatrinburg.
Samkvæmt umfjöllun BBC fundu nágrannar Borodin hann mikið slasaðan 12. apríl síðastliðinn og var hann færður á sjúkrahús þar sem hann síðar lést af sárum sínum. Yfirvöld segja að ekki hafi fundist sjálfsvígsbréf, en telja jafnframt að ólíklegt sé um glæp að ræða.
Vyacheslav Bashkov, vinur rannsóknarblaðamannsins, segir að Borodin hafi hringt í sig klukkan fimm að morgni þann 11. apríl síðastliðinn og sagt vopnaðan einstakling vera á svölunum sínum, ásamt því að grímuklæddir menn væru í stigaganginum. Borodin á síðan að hafa hringt aftur nokkru seinna og sagt að þessir menn væru að taka þátt í einhversskonar æfingu.
Yfivöld segja að íbúð Borodin hafi verið læst að innanvörðu þegar hann féll úr íbúðinni, sem gæfi til kynna að enginn hefði farið inn eða út úr íbúð hans.
Borodin starfaði hjá Novyy Den, en ritsjóri þess segist ekki trúa því að dauði rannsóknarblaðamannsins hafi verið tilviljun og það það hafi ekki verið nein ástæða fyrir því að hann eigi að hafa svipt sig lífi.
Borodin hefur síðustu vikur verið að svipa hulunni af Wagner Group, sem er hópur rússneskra málaliða að störfum í Sýrlandi.