Flóttinn flétta í máli án hliðstæðu

Sindri Þór Stefánsson
Sindri Þór Stefánsson

Flótti Sindra Þórs Stef­áns­son­ar, sem strauk úr fang­els­inu á Sogni í fyrra­dag og flúði til Svíþjóðar, hef­ur vakið at­hygli er­lendra fjöl­miðla sem fjalla um flótt­ann og meinta aðild Sindra Þórs að um­fangs­mesta þjófnaði á tölvu­búnaði sem átt hef­ur sér stað hér á landi til þessa.

Lög­regl­an á Suður­nesj­um hef­ur yf­ir­heyrt tvo ein­stak­linga með rétt­ar­stöðu sak­born­ings vegna flótta Sindra Þórs að því er RÚV greindi frá nú um há­degi. Var tví­menn­ing­un­um sleppt úr haldi í kjöl­farið. Ekki náðist í Gunn­ar Schram, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Suður­nesj­um, við vinnslu frétt­ar­inn­ar. 

BBC seg­ir Sindra Þór vera grunaðan um að vera heil­ann á á bak við þjófnaðinn á tölvu­búnaðinum og tölvurn­ar hafi verið notaðar við gröft á Bitco­in raf­mynt­inni.

Fjall­ar BBC nokkuð ít­ar­lega um þjófnaðinn á tölv­un­um, sem þeir segja ís­lenska fjöl­miðla hafa kallað „stóra Bitco­in ránið“

Los Ang­eles Times  seg­ir flótta Sindra Þórs vera enn „eina flétt­una í máli án hliðstæðu á friðsælli eyju með 340.000 íbúa og eina lægstu glæpatíðni í heimi“.  Vís­ar blaðið m.a. í Helga Gunn­ars­son fé­lags­fræðing við Há­skóla Íslands, sem seg­ir óvenju­legt að fangi í svo um­fangs­miklu máli sé vistaður í fang­elsi með lág­marks­ör­ygg­is­gæslu – og enn óvenju­legra sé hve skipu­lagður flótti hans var. „Flótti úr fang­elsi á Íslandi fel­ur venju­lega í sér að ein­hver flúði bara til að fara á fylle­rí. Und­ir­heim­arn­ir eru litl­ir og það er veru­lega erfitt að fara huldu höfði, hvað þá að flýja land,“ sagði Helgi við LA Times. 

Sænska Aft­on­bla­det ger­ir mál­inu líka skil og vís­ar í sænsku lög­regl­una sem staðfest­ir að þeim hafi verið greint frá mál­inu. Seg­ir Mal­in Näf­ver, hjá sænsku rík­is­lög­regl­unni, í sam­tali við blaðið að lög­regla þar í landi líkt og öðrum Evr­ópu­ríkj­um hafi fengið upp­lýs­ing­ar um Sindra Þór, sem alþjóðleg hand­töku­skip­an hef­ur verið gef­in út gegn.

Þá vakti það einnig at­hygli er­lendu miðlanna að for­sæt­is­ráðherra Íslands, Katrín Jak­obs­dótt­ir, hafi verið um borð í sömu flug­vél og strokufang­inn. 

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert