Staðfesti fundi Pompeos og Kims

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, staðfesti í dag á Twitter-síðu sinni að Mike Pompeo, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hefði hitt leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un, á leynilegum fundi í síðustu viku. Fundurinn, sem fór fram í Norður-Kóreu, gekk vel fyrir sig að sögn Trumps og komið var á góðu sambandi.

Fram kemur ennfremur í Twitter-færslu Trumps að verið færi að taka saman frekari upplýsingar um fundinn. Bætti forsetinn við að það væru frábærar fréttir fyrir heiminn allan að dregið yrði úr kjarnorkuvánni og þar með talið Norður-Kóreu. Bandaríska dagblaðið Washington Post greindi frá fundinum í gær.

Fram kemur í frátt AFP að fundurinn hafi verið hugsaður sem undirbúningur fyrir fyrirhugaðan fund Trumps og Kims á næstu vikum. Trump hefur einnig staðfest að viðræður standi yfir á milli ráðamanna í Bandaríkjunum og Norður-Kóreu um fyrirhugaðan fund og að verið sé að skoða fimm staðsetningar fyrir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka