Að minnsti kosti tvö minnisblöð sem James Comey, fyrrverandi yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, lét vin sinn utan ríkisstjórnarinnar hafa innihéldu upplýsingar sem embættismenn meta núna sem leynilegar.
Heimildir Wall Street Journal herma þetta. Á vefsíðu blaðsins kemur fram að innra eftirlit dómsmálaráðuneytisins ætli að rannsaka málið.
Áður en Comey afhenti vini sínum minnisblöðin ákvað hann að láta ekki fylgja með upplýsingar úr öðru minnisblaðinu sem hann vissi að væru leynilegar til að leyndarmál kæmust ekki í dagsljósið.
Comey greindi frá því á þessum tíma að umrætt minnisblað hefði ekki innihaldið neinar leynilegar upplýsingar en eftir að hann yfirgaf FBI, sögðu starfsmenn stofnunarinnar að minnisblaðið hefði innihaldið efni sem væri „trúnaðarmál“.
Two memos Comey gave a friend outside government contained information now considered classified, prompting a DOJ watchdog review https://t.co/RpVoIWW3k7
— The Wall Street Journal (@WSJ) April 20, 2018