Sérfræðingar frá alþjóðlegri stofnun um bann við efnavopnun, OPCW, eru komnir til sýrlenska bæjarins Douma þar sem talið er að efnavopnaárás hafi verið gerð 7. apríl.
Rússneska utanríkisráðuneytið greindi frá þessu.
„Miðað við upplýsingarnar sem við höfum náði OPCW-leiðangurinn á áfangastað að morgni 21. apríl í Douma til að skoða staði þar sem grunur leikur á um að eiturefni sé að finna,“ sagði í yfirlýsingu frá ráðuneytinu.
Níu manna hópurinn hafði beðið í viku eftir leyfi til þess að komast inn í bæinn.
Hópurinn átti að fara þangað á miðvikudaginn en því var frestað eftir að skotið var á hóp Sameinuðu þjóðanna sem var þar staddur til að meta ástandið.
Hersveitir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands gerðu loftárás á Sýrland í hefndarskyni vegna hinnar meintu efnavopnaárásar en talið er yfir 40 manns hafi farist í síðarnefndu árásinni.