Dæmdur í 20 ára fangelsi

00:00
00:00

Hryðju­verkamaður­inn Salah Abdeslam var fund­inn sek­ur um morðtil­raun fyr­ir dómi í Brus­sel í morg­un. Hann var dæmd­ur í 20 ára fang­elsi líkt og sak­sókn­ar­ar höfðu farið fram á.

Abdeslam, sem er Belgi fædd­ur í Frakklandi, var ákærður fyr­ir að hafa reynt að drepa nokkra lög­reglu­menn sem tóku þátt í aðgerðum þegar hann var hand­tek­inn í Brus­sel 15. mars 2016. Hann er jafn­framt ákærður fyr­ir ólög­leg­an vopna­b­urð. Fjór­ir lög­reglu­menn særðust í skot­b­ar­dag­an­um og fé­lagi Abdeslam var skot­inn til bana. Alls var 34 skot­um skotið í umsátr­inu.

Abdeslam var hand­tek­inn ásamt Tún­is­búa, Sofia­ne Ay­ari, 24 ára, sem einnig var fund­inn sek­ur án nokk­urs vafa að sögn dóm­ar­ans í morg­un. Ay­ari fékk einnig 20 ára fang­els­is­dóm. Hvor­ug­ur þeirra var viðstadd­ur dóms­upp­kvaðning­una í Brus­sel í morg­un en mik­ill viðbúnaður var í rétt­ar­saln­um og fyr­ir utan hann af hálfu lög­reglu.

Salah Abdeslam er sá eini af hópn­um sem gerði hryðju­verka­árás í Par­ís í nóv­em­ber 2015. Alls lét­ust 130 í árás­un­um og 368 særðust.

22. mars 2016 gerðu fé­lag­ar í hryðju­verka­hópi sem tengd­ist árás­inni í Par­ís sjálfs­vígs­árás­ir á flug­vell­in­um í Brus­sel og í neðanj­arðarlest­ar­kerfi borg­ar­inn­ar. Alls lét­ust 32 og hundruð særðust. 

Fyr­ir dómi kom fram að Abdeslam hafði skrifað móður sinni bréf þar sem hann seg­ir að guð (Allah) hafi leiðbeint hon­um og valið hann til þess að vera einn af þjón­um hans. Vegna þeirr­ar ástæðu hafi hann orðið að berj­ast við óvini guðs. Hann skrif­ar einnig að bróðir hans, Bra­him, sem sprengdi sig upp í árás­un­um í Par­ís, hafi ekki framið sjálfs­víg held­ur sé hann hetja íslam. 

Dómshúsið í Brussel í morgun.
Dóms­húsið í Brus­sel í morg­un. AFP
AFP
Salah Abdeslam.
Salah Abdeslam. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert