Flutningabíl var ekið inn í mannfjölda í miðbæ Toronto í Kanada um klukkan hálfsex í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru að minnsta kosti 10 slasaðir. Ökumaðurinn ók á brott eftir að hafa ekið á fólkið.
Samkvæmt upplýsingum frá CBS-fréttastofunni hefur lögreglan handtekið ökumanninn. Ekki liggur fyrir hvort um hryðjuverk hafi verið að ræða.
BBC greinir frá því að hvítum flutningabíl hafi verið ekið inn í mannfjölda á gatnamótum við Yonge Street og Finch Avenue klukkan hálftvö að staðartíma, eða klukkan hálfsex að íslenskum tíma.
Lögreglan hefur beðið almenning um að halda sig fjarri svæðinu. Neðanjarðarlestarstöðvum í grenndinni hefur verið lokað.
Update: unknown of extent of injuries, possible 8 - 10 pedestrians struck further when I get it ^gl
— Toronto Police OPS (@TPSOperations) April 23, 2018
Toronto police tell CBC's @natalie_kalata the van that struck a number of pedestrians at Yonge Street and Finch Avenue East has been found, and the driver has been arrested.
— CBC News Alerts (@CBCAlerts) April 23, 2018