Telja árásina vera viljaverk

Níu létust og 16 slösuðust þegar sendiferðabíl var ekið inn …
Níu létust og 16 slösuðust þegar sendiferðabíl var ekið inn í mannfjölda í Toronto í kvöld. AFP

Myndskeið sem sýnir handtöku ökumanns sem ók á vegfarendur í Toronto í Kanada fyrr í kvöld hefur verið birt á vefsíðu CBS-fréttastofunnar. Níu létust og 16 slösuðust í árásinni. Maðurinn ók hvítum sendiferðabíl á 100 kílómetra hraða eftir gangstétt á gatnamótum Yonge-strætis og á Finch-breiðstræti. 

Frétt mbl.is: Níu látnir og sextán slasaðir

Ökumaðurinn flúði að því loknu af vettvangi á bílnum en lögreglan hafði uppi á honum skömmu síðar og handtók hann. Myndband af handtökunni má sjá hér að neðan: 

Lögreglumaðurinn segir manninum að leggjast niður en hann virðist beina einhverju að lögreglumanninum, hugsanlega byssu, en það hefur ekki fengist staðfest. 

„Þetta verður flók­in rann­sókn,“ sagði lög­reglu­v­arðstjór­inn Peter Yuen í sam­tali við frétta­menn. Næsta skref verður að yfirheyra vitni og fara yfir upptökur úr eftirlitsmyndavélum. 

Lögreglan hefur ekki veitt upplýsingar um nafn ökumannsins en CBS-fréttastofan segir að hann heiti Alek Minassian og sé 25 ára gamall. Þá hefur fréttastofan eftir löggæslustofnunum að hann hafi augljóslega ekið viljandi á fólkið. Lögreglan hefur ekki gefið út hvort um hryðjuverk sé að ræða. 

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segi að vel sé fylgst með gangi mála og að hugur hans sé hjá þeim sem eiga um sárt að binda vegna árásarinnar. 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert