Andar enn án öndunarvélar

Alfie Evans.
Alfie Evans. AFP

Faðir hins tæp­lega tveggja ára gamla Al­fie Evans seg­ir að lækn­ar hafi verið furðulostn­ir er dreng­ur­inn hélt áfram að anda eft­ir að slökkt var á önd­un­ar­vél hans. For­eldr­ar drengs­ins töpuðu dóms­máli þar sem þau reyndu að koma í veg fyr­ir að lækn­ar slökktu á önd­un­ar­vél­inni. Vildu þau freista þess að flytja dreng­inn und­ir lækn­is­hend­ur í Róm.

Al­fie er 23 mánaða gam­all og þjá­ist af afar sjald­gæf­um tauga­hrörn­un­ar­sjúk­dómi sem veld­ur því að hann fær ít­rekaða krampa. Al­fie hef­ur verið í dái í eitt ár. 

Slökkt var á önd­un­ar­vél­inni í gær­kvöldi. Tom Evans, faðir Al­fies, seg­ir að hann andi enn.

For­eldr­ar Al­fies, Tom Evans og Kate James, eru frá Li­verpool. Enn er einn þátt­ur dóms­máls­ins eft­ir og mun dóm­ari taka hann fyr­ir síðdeg­is í dag.

Evans ræddi við fjöl­miðlamenn fyr­ir utan sjúkra­húsið þar sem son­ur hans ligg­ur í dag. Hann seg­ir lækn­ana hafa verið „furðulostna“ er son­ur hans hóf að anda af sjálfs­dáðum er slökkt hafði verið á önd­un­ar­vél­inni. „Við erum á þeim stað að mamma hans gat sofnað við hlið hans svo að hún get­ur loks sofið, henni líður vel í kring­um hann.“

Er Evans ræddi við fjöl­miðlamenn hafði verið slökkt á önd­un­ar­vél­inni í yfir níu klukku­stund­ir. Hann seg­ir að nú sé ljóst að Al­fie þurfi á aðstoð að halda og að hann ætti að fá hana. Sjúkra­húsið hef­ur neitað að tjá sig við fjöl­miðla um heilsu Al­fies í dag.

Frétt Sky-sjón­varps­stöðvar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert