Trump dustaði flösu af Macron

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét sem hann væri að dusta flösu af öxlum Emmanuel Macron, forseta Frakklands, fyrr í dag en sá síðarnefndi er í opinberri heimsókn í Washington. Trump sagði þetta merki um að forsetarnir tveir ættu „alveg einstakt samband“.

Greip Trump til þessa óvænta útspils þegar forsetarnir voru að stilla sér upp fyrir myndatöku á forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu.

„Við eigum alveg einstakt samband. Ég skal fjarlægja þessa flösu af þér. Við verðum að gera hann fullkominn, hann er fullkominn,“ sagði Trump og uppskar hlátur Frakklandsforseta fyrir vikið.

Forsetarnir stilltu sér upp fyrir myndatöku í dag.
Forsetarnir stilltu sér upp fyrir myndatöku í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert