Alfie fer ekki fet

Slökkt var á öndunarvél Alfies á mánudagskvöld. Hann hefur andað …
Slökkt var á öndunarvél Alfies á mánudagskvöld. Hann hefur andað af sjálfsdáðum síðan en er meðvitundarlaus. Ljósmynd/Kate James

Áfrýjunardómstóll í Bretlandi hafnaði í dag kröfu foreldra Alfie Evans, tæp­lega tveggja ára gam­als drengs sem er með ban­væn­an sjúk­dóm, um að fara með hann til Ítalíu til læknismeðferðar.

Dómstóll í Bretlandi hafnaði kröfu foreldranna í gær, en þau vilja fara með hann á Bamb­ino Gesu-sjúkra­húsið í Róm sem er rekið af Páfag­arði. Tom Evans, faðir drengsins, átti fund með Frans páfa í síðustu viku þar sem hann bað páfa um að bjarga lífi drengs­ins.

Al­fie er 23 mánaða gam­all og þjá­ist af afar sjald­gæf­um tauga­hrörn­un­ar­sjúk­dómi sem veld­ur því að hann fær ít­rekaða krampa. Al­fie hef­ur verið í dái í eitt ár og hef­ur verið haldið á lífi með aðstoð önd­un­ar­vél­ar.

Slökkt var á öndunarvélinni í fyrrakvöld samkvæmt dómsúrskurði en Alfie andar enn af sjálfsdáðum. Foreldrar hans hafa því ekki gefið upp alla von en dómstólar hafa staðfest vilja læknanna og í úrskurðinum sem kveðinn var upp síðdegis segir að Alfie litli sé of veikburða til að ferðast til Ítalíu.

Paul Diamond, lögfræðingur foreldranna, segir að þau séu ekki að leitast eftir töfralausn á Ítalíu. „Þau eru einfaldlega að leitast eftir þeirri meðferð sem mest þörf er á,“ sagði Diamond í réttarsal í dag.

„Við gefumst ekki upp þar sem Alfie andar, hann þjáist ekki,“ sagði faðir Alfies eftir að áfrýjunardómstóllinn hafði hafnað kröfu þeirra um að ferðast með Alfie til Ítalíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert