Macron gagnrýndi einangrunarstefnu

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, nýtti ræðutíma sinn í bandaríska þinginu í dag til að fordæma þjóðernis- og einangrunarstefnu. Sagði Macron að slík stefna ógnaði hagsæld heimsins. BBC greinir frá.

Hann sagði jafnframt að Bandaríkin hefðu fundið upp fjölmenningarsamfélagið og að nú þyrftu þau að enduruppgötva það til móta nýja stefnu fyrir 21. öldina.

Macron hafði orð á því að tengsl Frakka og Bandaríkjamanna væru órjúfanleg og mótuðust af frelsi, umburðalyndi og jafnrétti.

Frakklandsforseti er nú í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum og vel hefur farið á með honum og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Virðast forsetarnir hafa þróað með sér góða vináttu.

Frétt mbl.is: Trump dustaði flösu af Macron

Þrátt fyrir það var Macron óhræddur við að gagnrýna einangrunarstefnu, sem Trump hefur verið sakaður um að fylgja. Hann varaði við tollastríði og talaði fyrir verndun umhverfisins. Þrátt fyrir vináttuna eru þeir því augljóslega ekki sammála um öll mál.

Macron uppskar mikið lófaklapp í ræðustól á Bandaríkjaþingi í dag.
Macron uppskar mikið lófaklapp í ræðustól á Bandaríkjaþingi í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert