Saga Alfies

Faðir Alfies birti þessa mynd af syni sínum þremur dögum …
Faðir Alfies birti þessa mynd af syni sínum þremur dögum eftir að slökkt hafði verið á öndunarvélinni og skrifaði: Enn berst hann.

Al­fie Evans er lát­inn. Frétt­ir af and­lát­inu hafa þakið forsíður breskra fjöl­miðla í dag enda hef­ur þjóðin staðið á önd­inni yfir máli þessa tæp­lega tveggja ára drengs.

For­eldr­ar Al­fies börðust fyr­ir því að fá hann flutt­an til lækn­inga á Ítal­íu. Áður en hann lést hafði hann verið meðvit­und­ar­laus í ár og lækn­ar töldu hann ekki hafa heilsu til að ferðast. Hann var með tauga­hrörn­un­ar­sjúk­dóm.

Hér að neðan er stutt ævi Al­fies rak­in í stuttu máli:

9.maí árið 2016 fædd­ist Al­fie í Li­verpool. For­eldr­ar hans eru Tom Evans og Kate James sem þá voru átján og nítj­án ára göm­ul. 

14. des­em­ber þetta sama ár er Al­fie lagður inn á Alder Hey-barna­spítal­ann eft­ir að hafa fengið floga­köst. Þar dvaldi hann næstu tólf mánuðina.

Alfie Evans var tæplega tveggja ára er hann lést.
Al­fie Evans var tæp­lega tveggja ára er hann lést. AFP

11. des­em­ber árið 2017 kem­ur fram í frétt­um að for­eldr­um Al­fies og lækn­um sjúkra­húss­ins greini á um fram­hald meðferðar hans. For­eldr­arn­ir sögðu að stjórn spít­al­ans hefði höfðað mál til að gera rétt­indi þeirra gagn­vart lækn­is­meðferðinni að engu og til að geta slökkt á önd­un­ar­vél­inni.

19. des­em­ber þetta ár er málið tekið fyr­ir dóm. Yf­ir­stjórn spít­al­ans sagði að áfram­hald­andi meðferð myndi ekki þjóna hags­mun­um Al­fies. For­eldr­arn­ir voru því ósam­mála og vildu fá að flytja hann til Ítal­íu til lækn­is­meðferðar.

1. fe­brú­ar 2018 segja lög­fræðing­ar sjúkra­húss­ins fyr­ir dómi að frek­ari meðferð væri ómannúðleg gagn­vart Al­fie.

2. fe­brú­ar seg­ir einn af lækn­um Al­fies að það væri eng­in von fyr­ir litla dreng­inn. Hann hefði hlotið mik­inn heilaskaða.

5. fe­brú­ar seg­ir móðir Al­fies að hann hafi horft beint í augu sér. Hún biðlar til al­menn­ings um hjálp.

20. fe­brú­ar kemst dóm­ar­inn að þeirri niður­stöðu að frek­ari meðferð myndi ekki gagn­ast litla drengn­um og tek­ur þannig und­ir málstað spít­al­ans.

1. mars er málið tekið fyr­ir hjá áfrýj­un­ar­dóm­stól. 

Foreldarnir vildu fljúga með Alfie til Ítalíu til læknismeðferðar. Slíkt …
For­eld­arn­ir vildu fljúga með Al­fie til Ítal­íu til lækn­is­meðferðar. Slíkt var ekki ger­legt að mati lækna. Ljós­mynd/​Twitter

6. mars kemst sá dóm­stóll að sömu niður­stöðu og sá fyrri. 

8. mars biðja for­eldr­ar Al­fies um að Hæstirétt­ur Bret­lands fjalli um málið.

20. mars seg­ir Hæstirétt­ur að for­eld­arn­ir fái ekki heim­ild til slíkr­ar áfrýj­un­ar.

28. mars hafna dóm­ar­ar við mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu beiðni for­eldr­anna um að taka málið upp.

4. apríl ákveður dóm­ari að heim­ilt sé að slökkva á önd­un­ar­vél Al­fies en halda áfram líkn­andi meðferð.

16. apríl segja for­eldr­arn­ir að Al­fie sé haldið nauðugum á sjúkra­hús­inu. Dóm­ari tek­ur þann anga máls­ins fyr­ir en kemst að þeirri niður­stöðu að svo sé ekki. For­eldr­arn­ir krefjast þess að fá að taka hann heim. Mann­fjöldi safn­ast sam­an fyr­ir utan sjúkra­húsið og stuðnings­menn Al­fies, sem þar eru marg­ir, eru sakaðir um áreiti svo lög­regl­an verður að sker­ast í leik­inn.

17. apríl biðla for­eldr­arn­ir enn einu sinni til dóm­stóla um að taka málið fyr­ir.

Dag­inn eft­ir flýg­ur faðir Al­fies til Róm­ar á fund Frans páfa. Hann biður páfa um liðsinni.

20. apríl kemst dóm­stóll að sömu niður­stöðu og fyrr og tek­ur fyr­ir frek­ari áfrýj­an­ir á mál­inu.  For­eld­arn­ir leita aft­ur til mann­rétt­inda­dóm­stól­inn og biðja um aðstoð svo þau geti flutt Al­fie til Róm­ar.

Bænastund í Vatikaninu vegna Alfies á fimmtudagskvöld.
Bæna­stund í Vatik­an­inu vegna Al­fies á fimmtu­dags­kvöld. AFP

23. apríl vís­ar mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn beiðni for­eldr­anna frá. Þenn­an sama dag fær Al­fie ít­alsk­an rík­is­borg­ara­rétt. Um kvöldið er slökkt á önd­un­ar­vél Al­fies. Faðir hans seg­ir að dreng­ur­inn hafi komið öll­um á óvart með því að anda af sjálfs­dáðum.

24. apríl er málið enn einu sinni tekið til æðra dóms­stigs og nú vegna flutn­ings­ins til Ítal­íu en dóm­ar­inn hafn­ar þeirri beiðni. 

Dag­inn eft­ir er enn einn angi máls­ins tek­inn fyr­ir hjá dóm­ara og í þetta sinn hvort ekki megi fljúga með Al­fie til út­landa fyrst dóm­ari hafi heim­ilað að hann verði flutt­ur heim til lík­andi meðferðar. Niðurstaðan er á sama veg: Dóm­ari fellst ekki á að flytja megi dreng­inn til Ítal­íu.

26. apríl seg­ir faðir Al­fies að for­eldr­arn­ir ætli að vera sam­vinnuþýðir til að tryggja að son­ur þeirra fái þá aðstoð sem hann þurfi.

28. apríl: Al­fie litli deyr.

Frétt Sky.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert