Sambýlisfólk sakar hvort annað um morð

AFP

Frönsk kona, sem ákærð er ásamt sambýlismanni sínum fyrir að myrða unga konu sem starfaði sem au-pair hjá þeim á heimili þeirra í London höfuðborg Bretlands, brotnaði niður og viðurkenndi fyrir dómi á föstudaginn að hafa lamið fórnarlambið með rafmagnssnúru. 

Fólkið, Sabrina Kouider og Ouissem Medouni sem eru 35 og 40 ára, segjast hins vegar saklaus af því að hafa myrt ungu konuna, Sophie Lionnet, sem einnig var frönsk. Medouni hefur þó viðurkennt að hafa reynt að brenna lík Lionnet í september á síðasta ári.

Fyrir dómi hefur komið fram að parið hafi yfirheyrt Lionnet um tengsl hennar við fyrrverandi unnusta Kouiders, tónlistarmanninn Mark Walton sem var eitt sinni í írsku hljómsveitinni Boyzone. Sögðu þau að Walton hefði beitt fjölskyldumeðlim þeirra kynferðisofbeldi.

<div id="premium-container"> <div>Kouider viðurkenndi fyrir dómi að hún hefði lamið Lionnet mjög fast með rafmagnssnúrunni. Hún hafi talið að Lionnet væri að vinna gegn sér í samstarfi við Walton og staðið þannig á svikráðum við hana. „Mér fannst ég svikin. Hún baðst fyrirgefningar. Ég bara grét.“</div> <div> </div> <div><span>Medouni sagði að þau hefði bæði yfirheyrt Lionnet en Kouider haldið því áfram eftir að hann hefði farið að sofa. Slökkviliðsmenn komu að Medouni þar sem hann var að reyna að brenna lík Lionnets í bakgarði hússins. Þau hafa salað hvort annað um að hafa myrt hana.</span></div> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert