Krefur Schröder um bætur vegna hjúskaparbrots

Gerhard Schröder er fyrrvernandi kanslari Þýskalands.
Gerhard Schröder er fyrrvernandi kanslari Þýskalands.

Fyrrverandi eiginmaður ástkonu Gerhard Schröder hefur höfðað skaðabótamál á hendur kanslaranum fyrrverandi. Sakar hann Schröder um að hafa hafið ástarsamband við væntanlega eiginkonu sína á meðan hún var enn í hjónabandi í Suður-Kóreu. Þar í landi eru hjúskaparbrot litin mjög alvarlegum augum og var allt til ársins 2015 saknæmt að drýja hór.

Í janúar tilkynnti Schröder að hann ætlaði að kvænast Kim So-yeon, suðurkóreskum túlki, en Kim og eiginmaður hennar skildu í nóvember. Doris SchröderKopf, fyrrverandi eiginkonaSchröder, sagði í september að ein af ástæðum skilnaðarins væriKim.Kopf er fjórða eiginkona kanslarans fyrrverandi.

Merki Audi
Merki Audi AFP

Einkalíf Schröders, sem er 74 ára gamall, hefur þótt skrautlegt í gegnum tíðina og gengur hann undir viðurnefninu Audi-maðurinn í heimalandinu, Þýskalandi, sem er vísun í merki bílaframleiðandans, fjórir hringir.

Fyrrverandi eiginmaður Kim segir að samband hennar og Schröders hafi hafist á meðan þau voru bæði gift og hann fer fram á 100 milljónir won (9,6 milljónir króna) í bætur vegna andlegs álags sem skilnaðurinn hefur kostað hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert