Tveir svartir menn sem voru handteknir á Starbucks í Fíladelfíu í síðasta mánuði hafa komist að samkomulagi við kaffihúsakeðjuna og stjórnvöld í borginni.
Stofnaður verður um 20 milljóna króna sjóður sem verður nýttur til aðstoðar ungu athafnafólki.
Rashon Nelson og Donte Robinson voru handteknir á meðan þeir biðu eftir vini sínum á kaffihúsinu og vakti uppákoman athygli víða um heim. Starfsfólk Starbucks var sakað um kynþáttafordóma.
The two black men arrested at a Starbucks have reached agreements with the coffee chain and Philadelphia, settling with the city for $1 each https://t.co/5atWgW6fvW pic.twitter.com/sAncqI8typ
— CNN Breaking News (@cnnbrk) May 2, 2018
Að sögn skrifstofu borgarstjóra Fíladelfíu ákváðu þeir Nelson og Robinson að höfða ekki mál gegn borginni. Þess í stað vildu þeir fá einn dollara hvor í bætur auk stofnunar styrktarsjóðsins sem mun styðja við bakið á menntaskólanemum.
Starbucks náði líka samkomulagi við Robinson og Nelson í vikunni. Samningurinn kveður meðal annars á um skaðabætur en upphæð þeirra er trúnaðarmál.
NEW: Joint statement from Starbucks CEO Kevin Johnson and Donte Robinson and Rashon Nelson: "We all recognize the importance of communication about differences and solutions, and that we will be measured by our action not words.” https://t.co/z6Cw1vWE1q pic.twitter.com/ygcsgxKW8T
— Dan Linden (@DanLinden) May 2, 2018