Rapparinn Kanye West sagði í gær að þrældómur svartra í Bandaríkjunum gæti hafa verið „val“. Ummælin lét West falla í sjónvarpsþætti TMZ.
„Þegar þú heyrir um þrælahald í 400 ár...400 ár? Það hljómar eins og val,“ sagði West í áðurnefndum sjónvarpsþætti. Svart fólk var flutt nauðugt frá Afríku til Bandaríkjanna á 17., 18. og 19. öld og selt þar í þrælahald.
Kanye West stirs up the TMZ newsroom over TRUMP, SLAVERY and FREE THOUGHT. There's A LOT more that went down ... and the fireworks are exploding on @TMZLive today. Check your local listings for show times. pic.twitter.com/jwVsJCMPiq
— TMZ (@TMZ) May 1, 2018
West sagði síðar á Twitter að orð hans hefðu verið mistúlkuð og að hann hefði talað um árin 400 vegna þess að það mættu ekki verða 400 ár í viðbót.
West sagði í viðtalinu að svart fólk í Bandaríkjunum veldi að vera þrælar. Sjónvarpsmaður TMZ, Van Lathan, svaraði West fullum hálsi. „Þú mátt trúa hverju sem þú vilt en raunveruleiki og líf fólks er á bak við það sem þú sagðir. Ég er hneykslaður og særður,“ sagði Lathan.
West lýsti því enn fremur að Donald Trump Bandaríkjaforseti væri „hans maður“ og að forsetinn væri uppáhald rappara.