Neyðarástand á Hawaii vegna eldgoss

Eldfjallið Kilauea á Hawaii.
Eldfjallið Kilauea á Hawaii. AFP

Um 1.700 manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín eftir að eldfjallið Kilauea tók að gjósa á Hawaii í Bandaríkjunum.

David Ige, ríkisstjóri Hawaii, undirritaði neyðaryfirlýsingu sem felur í sér að ríkið fær fjármagn úr hamfarasjóði til að takast á við vandann sem fylgir eldgosinu.

Hraunið hefur lagst yfir skóglendi.
Hraunið hefur lagst yfir skóglendi. AFP

Í myndskeiði frá BBC má sjá hraun leggjast yfir skóglendi skammt frá Kilauea, sem er eitt virkasta eldfjall heims.

Hundruð lítilla jarðskjálfta hafa skekið Hawaii undanfarna daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert