Gosið í Kilauea-eldfjallinu á Hawaii hefur þegar eyðilagt 26 hús og hundruðum til viðbótar stafar ógn af því. Nýjar gossprungur opnuðust í nótt.
Nú þegar hefur um 2.000 manns verið gert að yfirgefa heimili sín. Sumum íbúum var leyft að snúa aftur til húsa sinna í gær til að bjarga þaðan gæludýrum en þeim var ekki óhætt að dvelja þar lengi.
Hraun þeytist um 70 metra upp í loftið úr nýju gossprungunum. Kröftugur jarðskjálfti sem mældist 6,9 stig varð á föstudag.
„Þegar ég yfirgaf heimili mitt á fimmtudag varð ég að kveðja því ég hef búið hér lengi og veit hvað hraun getur gert,“ sagði Ikaika Marzo í samtali við BBC. „Við þurfum öll að vera raunsæ.“
Brenton Awa sagðist vera miður sín að vita af gæludýrum í húsunum sem þurfti að rýma. „Hjarta mitt brestur við að vita af gæludýrum enn í búrum, inni í girðingum eða án matar.
Kilauea er eitt virkasta eldfjall heims og hefur gosið reglulega í 35 ár.