Netanyahu ánægður með Trump

Benjamin Netanyahu.
Benjamin Netanyahu. AFP

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, styður aðgerðir Donald Trump Bandaríkjaforseta heilshugar. Trump lýstir því yfir í kvöld að Bandaríkin ættu ekki lengur hlutdeild í kjarnorkusamkomulagi við Íran sem undirritaður var árið 2015.

Auk þess sagði Trump að Bandaríkin myndu beita Írani þyngstu mögulegu viðskiptaþvingunum.

Trump greindi frá ákvörðun sinni í Hvíta húsinu klukkan 18.00 …
Trump greindi frá ákvörðun sinni í Hvíta húsinu klukkan 18.00 að íslenskum tíma. AFP

„Írasel styður djarfa ákvörðun Trumps til að segja upp samkomulagi við hryðjuverkastjórnina í Tehran,“ sagði Netanyahu í yfirlýsingu í sjónvarpi.

Net­anya­hu sakaði Írani fyrir viku um að hafa haldið áfram að þróa kjarna­vopn frá því árið 2003, er op­in­ber­lega var sagt að hætt hefði verið við verk­efnið. Íranir svöruðu fullum hálsi og sögðu að Net­anya­hu væri „illræmdur lygari“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka