Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, styður aðgerðir Donald Trump Bandaríkjaforseta heilshugar. Trump lýstir því yfir í kvöld að Bandaríkin ættu ekki lengur hlutdeild í kjarnorkusamkomulagi við Íran sem undirritaður var árið 2015.
Auk þess sagði Trump að Bandaríkin myndu beita Írani þyngstu mögulegu viðskiptaþvingunum.
„Írasel styður djarfa ákvörðun Trumps til að segja upp samkomulagi við hryðjuverkastjórnina í Tehran,“ sagði Netanyahu í yfirlýsingu í sjónvarpi.
Netanyahu sakaði Írani fyrir viku um að hafa haldið áfram að þróa kjarnavopn frá því árið 2003, er opinberlega var sagt að hætt hefði verið við verkefnið. Íranir svöruðu fullum hálsi og sögðu að Netanyahu væri „illræmdur lygari“.