Ekki Nóbelinn heldur Gullpálminn

Bandaríski leikstjórinn Martin Scorsese og leikkonan Cate Blanchett settu kvikmyndahátíðina í Cannes formlega í gærkvöldi. Konur eru áberandi á hátíðinni en hátíðin er sú fyrsta síðan upplýst var um kynferðislegt ofbeldi af hálfu bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Konur eru í meirihluta dómnefndarinnar í Cannes í ár og er Blanchett formaður nefndarinnar.

Um 100 þekktar leikkonur og kvikmyndagerðarkonur ætla að taka  þátt í mótmælum á rauða dreglinum til stuðnings #MeToo á laugardag og meðal þeirra sem taka þátt eru Cate Blanchett.

Cate Blanchett.
Cate Blanchett. AFP

„Þetta verður ganga tileinkuð konum í kvikmyndum,“ segir framkvæmdastjóri kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, Thierry Fremaux.  Hann segir að það sé ekki bara Cannes heldur allur heimurinn sem hafi breyst í september og vísaði þar til fyrstu frétta af ásökunum í garð Weinstein.

Myndirnar sem keppa um Gullpálmann í ár eru af ýmsum toga og hefur ekki gengið áfallalaust að koma þeim á dagskrá hátíðarinnar. Terry Gilliam er enn að berjast fyrir rétti í Frakklandi að mynd hans, The Man Who Killed Don Quixote, megi taka þátt í hátíðinni en deilt er um höfundarétt á þessu verki sem hefur tekið 20 ár að ljúka. 

Önnur mynd sem einnig keppir um Gullpálmann í ár hefur vakið miklar deilur en hún er kenýsk og fjallar um ástarsamband lesbía. Yfirvöld í Kenýa hafa þegar ákveðið að banna sýningar á Rafiki. 

Síðan hafa stjórnvöld í Íran neitað að aflétta farbanni leikstjórans Jafar Panahi en mynd hans Three Faces er ein þeirra sem keppir um aðalverðlaun hátíðarinnar í Cannes í ár.

Ákall til rússneskra yfirvalda um að veita rússneska leikstjóranum Kirill Serebrennikov, heimild um að koma til Cannes hefur verið hundsuð en leikstjórinn situr í stofufangelsi fyrir stjórnmálaskoðanir sínar. 

Dómnefndin í Cannes lætur þetta ekki trufla starf sitt og aðspurð segir Blanchett að myndirnar verði dæmdar út frá listrænu sjónarhorni ekki pólitískum uppruna. „Þetta eru ekki friðarverðlaun Nóbels. Þetta er Palme d'Or," sagði hún í viðtali við AFP. En hún segir það skelfilega stöðu að allt bendi til þess að tveir leikstjórar geti ekki verið viðstaddir frumsýningu á myndum sínum. 

Myndirnar sem keppa í ár (nöfnin eru birt hér á ensku)

Íranski leikstjórinn Asghar Farhadi var mættur á frumsýningu Todos Lo …
Íranski leikstjórinn Asghar Farhadi var mættur á frumsýningu Todos Lo Saben (Everybody Knows). AFP
  • Everybody Knows - í leikstjórn Íranans Asghar Farhadi var fyrsta myndin sem sýnd var í Cannes í gærkvöldi. Um sálfræðitrylli er að ræða og fara hjónin Penelope Cruz og Javier Bardem með aðalhlutverkin í myndinni. Farhadi hlaut Óskarsverðlaun og Gullbjörninn í Berlín árið 2011 fyrir mynd sína A Separation.
    Spike Lee.
    Spike Lee. AFP

BlacKkKlansman - í leikstjórn Bandaríkjamannsins Spike Lee byggir á sannri sögu svarts lögregluþjóns sem laumaði sér inn í raðir Ku Klux Klan árið 1978. John David Washington leikur lögreglumanninn og Adam Driver félaga hans sem er gyðingur. Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum á sama degi og aðgerðarsinni gegn rasisma var drepinn af öfgamanni í Charlottesville í ágúst í fyrra.

David Robert Mitchell.
David Robert Mitchell. AFP

Under the Silver Lake - spennumynd í leikstjórn David Robert Mitchell en myndin fjallar um dularfullt morð á milljarðamæringi. Mitchell gerði meðal annars myndina It Follows sem einnig var sýnd á Cannes á sínum tíma.

Matteo Garrone.
Matteo Garrone. AFP
  • Dogman - í leikstjórn Ítalans  Matteo „Gomorra" Garrone fjallar um morð sem hundaþjálfarinn og kókaínfíkillinn Pietro De Negri framdi undir lok níunda áratugarins. Morðið þykir eitt það óhugnanlegasta í ítalskri glæpasögu undanfarna áratugi en Negri pyntaði fórnarlamb sitt klukkutímum saman. De Negri fékk fórnarlambið til þess að fara inn í hundabúr þar sem pyntingarnar hófust. Dánarorsökin var köfnun en Negri hafði skorið typpi fórnarlambsins af og troðið upp í munn hans.
    Jafar Panahi.
    Jafar Panahi. AFP
  • Three Faces - í leikstjórn Jafar Panahi en lítið er vitað um myndina annað en að Behnaz Jafari fer með aðalhlutverkið í henni. Myndin verður frumsýnd á laugardag.

    Kirill Serebrennikov.
    Kirill Serebrennikov. AFP
  • Leto - í leikstjórn Rússans Kirill Serebrennikov fjallar um sovésku rokkstjörnuna  Viktor Tsoi og upphaf rússnesku neðanjarðarsenunnar í tónlist. 

    Stéphane Brizé.
    Stéphane Brizé. AFP
  • At War - í leikstjórn Frakkans Stéphane Brizé fjallar um starfsmenn í verksmiðju sem berjast fyrir störfum sínum

    Pawel Pawlikowski.
    Pawel Pawlikowski. AFP
  • Cold War - í leikstjórn Pólverjans/Bretans Pawel Pawlikowski fjallar um ferðalag  þjóðlagahóps um Austur-Evrópu á sjötta áratug síðustu aldar.

    Jean-Luc Godard.
    Jean-Luc Godard. AFP
  • The Image Book í leikstjórn Frakkans/Svisslendingsins Jean-Luc Godard en þessi goðsögn kvikmyndanna hefur lítið sem ekkert vilja gefa upp um innihald myndarinnar sem verður frumsýnd á föstudag. „Ekkert annað en þögn, ekkert annað en byltingarsöngur,  saga í fimm köflum líkt og fimm fingur handar,“ hefur AFP fréttastofan eftir leikstjóranum.

    Eva Husson.
    Eva Husson.
  • Girls of the Sun - í leikstjórn frönsku leikkonunnar og leikstjórans Evu Husson. Myndin fjallar um kúrdískar konur sem berjast gegn Ríki íslams. Íranska leikkonan Golshifteh Farahani fer með hlutverk Bahar, leiðtoga hreyfingar jazída, en hún eltist við liðsmenn vígasamtakanna sem áður höfðu haldið henni fanginni.

    Nuri Bilge Ceylan.
    Nuri Bilge Ceylan. AFP
  • The Wild Pear Tree - í leikstjórn Tyrkjans Nuri Bilge Ceylan, sem hlaut Gullpálmann í Cannes fyrir fjórum árum fyrir mynd sína Winter Sleep. Myndin fjallar um ungan rithöfund.

    Sergei Dvortsevoi
    Sergei Dvortsevoi Handout/AFP
  • Ayka - í leikstjórn Sergei Dvortsevoi sem er frá Kasakstan en hann hlaut mikið lof og verðlaun fyrir fyrstu mynd sína, Tulpan, árið 2009. Ayka fjallar um heimilislausa einstæða móður í Kasakstan, sem áður tilheyrði Sovétríkjunum.

    Nadine Labaki.
    Nadine Labaki. AFP
  • Capernaum - í leikstjórn líbönsku kvikmyndagerðarkonuna Nadine Labaki sem áður var þekkt fyrir leik sinn. Myndin gerist í sjávarplássi í Miðausturlöndum og fjallar um barn sem höfðar mál gegn foreldrum sínum. Hennar fyrsta mynd, Where Do We Go Now?" var frumsýnd í Cannes árið 2010.

    Lee Chang-dong.
    Lee Chang-dong. Wikipedia/Petr Novák
  • Burning - í leikstjórn suðurkóreanska leikstjórans Lee Chang-dong en myndin byggir á smásögu japanska rithöfundarins Haruki Murakami, Barn Burning, og fjallar um rithöfund sem verður heltekinn af konu sem á unnusta sem er brennuvargur. Þetta er fyrsta mynd Lee í átta ár en hann er þekktur fyrir myndir eins og Oasis og Secret Sunshine.

    Yann Gonzalez
    Yann Gonzalez AFP
  • Knife + Heart - í leikstjórn Frakkans Yann Gonzalez. Söng- og leikkonan Vanessa Paradis fer með aðalhlutverkið í spennumyndinni.

  • Ryūsuke Hamaguchi
    Ryūsuke Hamaguchi Kynning á leikstjórum á vef Locarno hátíðarinnar.
  • Asako 1 & 2 - í leikstjórn Japanans Ryūsuke Hamaguchi segir sögu ungrar konu sem kynnist ástinni í Osaka. Þegar fyrsta ástin hverfur sporlaust reynir hún að sætta  sig við orðin hlut en tveimur árum síðar birtist tvífari hans. 

  • Hirokazu Kore-Eda.
    Hirokazu Kore-Eda. Wikipedia/Georges Biard
  • Shoplifters -  í leikstjórn Japanans Hirokazu Kore-Eda fjallar um fjölskyldu smáglæpamanna sem tekur að sér barn sem hún finnur á götunni.

  • Abu Bakr Shawky.
    Abu Bakr Shawky. Wikipedia.
  • Yomeddine - Egyptinn Abu Bakr Shawky leikstýrir þessari mynd sem fjallar um kopta sem leggja af stað í leiðangur þvert yfir landið til þess að leita uppi fjölskyldur sínar.

    Alice Rohrwacher.
    Alice Rohrwacher. AFP
  • Happy as Lazzaro - í leikstjórn Ítalans Alice Rohrwacher en hún hefur þegar hlotið verðlaun á hátíðinni í Cannes (Grand Prix)þrátt fyrir að sú mynd, The Wonders, hafi ekki keppt um Gullpálmann, árið 2014. Nýja myndin gerist á fjórða áratug síðustu aldar - á blómaskeiði fasista á Ítalíu.

  • Christophe Honoré.
    Christophe Honoré. AFP
  • Sorry Angel - í leikstjórn Frakkans Christophe Honoré og fjallar um ástarsögu samkynhneigðra þegar umræðan um AIDS var sem háværust.

  • Jia Zhangke.
    Jia Zhangke. AFP
  • Ash is Purest White - í leikstjórn Kínverjans Jia Zhangke fjallar um ofbeldisfullt ástarsamband glæpamanns og dansara en aðalhlutverk myndarinnar eru í höndum Zhao Tao og Liao Fan. Myndin er sjálfstætt framhald myndar hans Mountains May Depart sem keppti um Gullpálmann í Cannes árið 2015.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert