Gina Haspel, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt sem næsta yfirmann bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, segir að stofnunin muni ekki beita pyndingum undir hennar stjórn.
Þetta kom fram í yfirheyrslu nefndar bandarísku öldungadeildarinnar yfir henni. Þingið mun í framhaldinu kjósa um hvort hún fær embættið eða ekki.
Haspel hefur verið gagnrýnd fyrir tengsl sín við leynilegt fangelsi CIA á Taílandi árið 2002 þar sem liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Al-Kaída voru beittir vatnspyntingum.
Haspel sagði við þingefndina að hún myndi ekki styðja slíkt athæfi í framtíðinni ef hún verður skipuð forstjóra CIA.
„Eftir að hafa verið við störf á róstusömum tíma get ég staðfest það persónulega án nokkurs vafa að undir stjórn minni muni CIA ekki hneppa menn aftur í slíkt varðhald og láta þá gangast undir slíkar yfirheyrslur,“ sagði hún.
„Þegar horft er til baka er ljóst…að CIA var ekki tilbúið til að framkvæmda slíkt varðhalds- og yfirheyrsluverkefni.“
Gina Haspel: "Under my leadership, on my watch, CIA will not restart a detention and interrogation program." pic.twitter.com/n5UE9gVOMg
— FOX Business (@FoxBusiness) May 9, 2018