Stöðug ólga í Kilauea-eldfjallinu á Hawaii getur leitt til þess að miklar gufusprengingar verði í fjallinu og að steinhnullungum, sem vega um tíu tonn, geti rignt yfir stærstu eyju eyjaklasans. Þetta er haft eftir jarðfræðingum við Jarðvísindastofnun Hawaii sem rætt er við í The Washington Post.
Eldgosið sem hófst í síðustu viku hefur eyðilagt 36 hús og hundruðum til viðbótar stafar ógn af því. Um 2.000 manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín.
Fjórtán gossprungur hafa opnast í hlíðum eldfjallsins. Hraun frá eldgosinu hefur borist um 60 kílómetra frá toppi eldfjallsins og telja vísindamenn að sig geti myndast og óttast afleiðingarnar þegar hraunstreymið kemst í tæri við grunnvatn líkt og mögulegt er á næstu vikum.
Einnig er talin hætta á að öskuský geti dreift úr sér yfir allt að 30 kílómetra svæði.