Beita Írana refsiaðgerðum

Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Steve Mnuchin.
Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Steve Mnuchin. AFP

Bandarísk yfirvöld ákváðu í gærkvöldi að beita refsiaðgerðum á sex manns og þrjú fyrirtæki í Íran. Að sögn bandarískra yfirvalda eru mennirnir og fyrirtækin með tengsl við byltingaverði Írans (IRGC).

Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Steven Mnuchin, segir að refsiaðgerðirnar beinist að þeim sem hafi fjármagnað starfsemi byltingarvarðanna en sveit þeirra var sett á laggirnar af Khomeini æðsta klerk landsins eftir íslömsku byltinguna árið 1979. Frá þeim tíma hefur hlutur byltingarvarðanna vaxið og dafnað bæði þegar kemur að hernaði, stjórnmálum og efnahagsmálum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert