Nauðgaði og kveikti í stúlku

AFP

Sextán ára gamalli indverskri stúlku var nauðgað og hún brennd lifandi. Þetta er í þriðja skiptið á viku sem unglingsstúlkum er nauðgað og þær brenndar lifandi í Indlandi.

Stúlkan lést eftir að árásarmaðurinn hafði hellt bensíni yfir hana og kveikt í. Lögregla segir að stúlkan hafi verið myrt eftir að hún sagði árásarmanninum frá því að hún ætlaði að segja fjölskyldu sinni frá nauðguninni.

Stúlkan var ein heima þegar 28 ára árásmaður kom heim til hennar og réðst á hana.

Sautján ára stúlka liggur þungt haldin á spítala eftir að henni var nauðgað og hún brennd lifandi á föstudag í síðustu viku. Árásarmaðurinn hafði lýst því yfir að hann vildi giftast fórnarlambinu, sem leyst illa á það og þá kveikti hann í henni.

Sextán ára stúlka var einnig brennd lifandi eftir að fjölskylda hennar kvartaði við þorpsráð eftir að henni hafði verið hópnauðgað.

Að sögn lög­reglu varð höfuðpaurinn, Dhanu Bhuian, æv­areiður eft­ir að þorps­ráðið fyr­ir­skipaði hon­um að gera 150 magaæf­ing­ar (sit-ups) og greiða 50 þúsund rúpí­ur, 77 þúsund krón­ur, í sekt í kjöl­far þess að hafa nauðgað stúlk­unni. 

Bhuiy­an og söku­naut­ar hans eru nú sakaðir um að hafa ráðist á for­eldra stúlk­unn­ar og síðan kveikt í húsi fjöl­skyld­unn­ar en stúlk­an var inni í hús­inu. Yf­ir­maður lög­regl­unn­ar staðfest­ir að höfuðpaur­inn í nauðgun­inni og morðinu hafi verið hand­tek­inn og að rétt­ar­mein­a­rann­sókn fari fram. Hann seg­ir í sam­tali við AFP að lög­regl­an hafi heitið fjöl­skyld­unni því að þeim seku verði ekki hlíft. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert