Berlusconi má bjóða sig fram til þings

Silvio Berlusconi.
Silvio Berlusconi. AFP

Dómstóll í Mílanó í Ítalíu hefur afnumið bann Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, og er honum því heimilt að bjóða sig fram til þings að nýju. 

Berslusconi hlaut þriggja ára fangelsisdóm fyrir skattalagabrot árið 2013 og var einnig meinað að bjóða sig fram til þings til ársins 2019.

Hann var því ekki í framboði þegar kosið var til þings á Ítalíu 4. mars en ekki hefur tekist að mynda stjórn eftir kosningarnar. Flokka­banda­lagið, sem Berlusconi er í, hlaut flest atkvæði í kosningunum og hefur reynt að mynda stjórn ásamt Fimmstjörnuhreyfingunni. Þessir tveir flokkar eru lengst til hægri á Ítalíu.

Fari það svo að boða þurfi til nýrra kosninga í sumar, eins og rætt hefur verið um á Ítalíu, er ljóst að hinn 81 árs gamli Berlusconi getur boðið fram krafta sína á nýjan leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka