Ivanka mætt til Jerúsalem

Ivanka Trump ásamt staðgengli utanríkisráðherra Ísraels, Tzipi Hotovely, við móttöku …
Ivanka Trump ásamt staðgengli utanríkisráðherra Ísraels, Tzipi Hotovely, við móttöku í dag vegna flutnings sendiráðs Bandaríkjanna til Jerúsalem. AFP

Ivanka Trump, dótt­ir Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta, og eig­inmaður henn­ar, Jared Kus­hner, komu til Ísra­els í dag. Þau fara fyr­ir sendi­nefnd Banda­ríkja­stjórn­ar sem verður viðstödd þegar sendi­ráð Banda­ríkj­anna verður opnað í Jerúsalem á morg­un.

Trump viður­kenndi Jerúsalem sem höfuðborg Ísra­els í des­em­ber og vakti ákvörðun hans undr­un og vanþókn­un víða um heim. Um sögu­lega ákvörðun er að ræða en hún fel­ur í sér grund­vall­ar­breyt­ingu á þeirri ut­an­rík­is­stefnu sem Banda­rík­in hafa fylgt und­an­farna ára­tugi allt frá stofn­un Ísra­els­rík­is árið 1948. 

Á meðan for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, Benjam­in Net­anya­hu, seg­ir að með því að viður­kenna Jerúsalem sem höfuðborg lands­ins sé mögu­leiki á að friður ná­ist á svæðinu seg­ir Mahmoud Abbas, for­seti Palestínu, að með viður­kenn­ing­unni hafi Trump veitt þeim „löðrung ald­ar­inn­ar“. Palestín­u­stjórn for­dæmdi ákvörðun Trumps í des­em­ber, en Palestínu­menn líta á Jerúsalem sem höfuðborg Palestínu.

Trump ekki viðstadd­ur flutn­ing­inn

Banda­ríska sendi­ráðið verður form­lega flutt til Jerúsalem frá Tel Aviv á morg­un. Til að byrja með fær sendi­ráðið bráðabirgðaaðstöðu í hús­næði aðalræðismanns Banda­ríkj­anna í Jerúsalem. Öll starf­semi sendi­ráðsins verður flutt síðar.

Trump verður ekki viðstadd­ur opn­un­ina en mun flytja ávarp með hjálp tækn­inn­ar. Steven Mnuchin, fjár­málaráðherra Banda­ríkj­anna, og John Sulli­v­an aðstoðar­ut­an­rík­is­ráðherra eru hins veg­ar hluti af sendi­nefnd­inni.

Kus­hner, sem er ná­inn ráðgjafi for­set­ans, mun funda með Net­anya­hu í dag, þar sem farið verður yfir flutn­ing sendi­ráðsins.

Frétt BBC

Sendiráð Bandaríkjanna verður formlega flutt frá Tel Aviv til Jerúsalem …
Sendi­ráð Banda­ríkj­anna verður form­lega flutt frá Tel Aviv til Jerúsalem á morg­un. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert