Foreldrarnir enn í haldi

Khamzat Azimov.
Khamzat Azimov. AFP

Foreldrar og vinur Khamzat Azimov, sem var skotinn til bana af lögreglu eftir að hafa stungið mann til bana í París á laugardagskvöldið, verða áfram í haldi lögreglu. Þetta staðfesti saksóknari í París í gærkvöldi en rannsakaðir er hvort hann hafi fengið aðstoð við undirbúning árásarinnar. Fjórir særðust í árásinni auk þess sem 29 ára gamall maður lést.

Azimov var fæddur í rússneska sjálfstjórnarhéraðinu Tsjet­sjen­íu en frá Strassborg og með franskan ríkisborgararétt.

Foreldrar hans voru handteknir á sunnudagsmorgun og samkvæmt frönskum lögum má halda þeim til fimmtudags án ákæru. Íbúð sem foreldrar hans leigðu í París er til rannsóknar og nánasti vinur Azimov, Abdoul Hakim A, einnig. Hann er tvítugur að aldri og einnig ættaður frá Tsjet­sjen­íu, búsettur í Strassborg. Hann hefur verið fluttur í höfuðstöðvar leyniþjónustunnar (DGSI) í París með mikilli leynd. Hann var handtekinn á heimili sínu í Strassborg á sunnudag af þungvopnuðum sérsveitarmönnum. 

Khamzat Azimov.
Khamzat Azimov. AFP

Heimildarmaður sem tengist rannsókninni segir í samtali við AFP fréttastofuna að fylgst hafi verið með Abdoul Hakim A frá því hann kvæntist Ines Hamza, konu frá París sem reyndi að fara til Sýrlands í janúar í fyrra.

Lögreglan lagði hald á sjö snjallsíma á heimili hans en ekki hefur tekist að hafa upp á símanum sem hann notaði mest. Hann var fluttur í járnum með poka yfir hausnum út af heimili sínu, klæddur stuttermabol með áletruninni, „Björgum Grozní“, höfuðstað Tsjet­sjen­íu. Á bolnum var mynd að vélbyssu. Þeir voru félagar í  Marie Curie menntaskólanum en fjölmargir flóttamenn frá Tsjet­sjen­íu eru búsettir í Strassborg. Margir þeirra eru nemendur við skólann og hafa skólayfirvöld unnið með yfirvöldum frá árinu 2015 varðandi nemendur sem sýna merki um að vera öfgasinnar. Alls hafa 246 látist í árásum í Frakklandi frá árinu 2015. 

Fyrrverandi skólabróðir þeirra Azimov and Hakim A. í Strassborg segir að þeir tveir hafi verið góðir vinir og alltaf saman hvort heldur sem það var í skólanum eða utan hans. Azimov fjölskyldan var flutt til Parísar þar sem hún leigði íbúð í 18. hverfi. Azimov var á tveimur helstu listum franskra yfirvalda yfir mögulega öfgasinna, svo kölluðum S-lista og eins FSPRT sem er listi yfir þá sem eru líklegir til þess að fremja hryðjuverk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka