Ætla að bjarga samningnum við Íran

Emmanuel Macron, forseti Frakklands og Boyoko Borisov, forsætisráðherra Búlgaríu, í …
Emmanuel Macron, forseti Frakklands og Boyoko Borisov, forsætisráðherra Búlgaríu, í Búlgaríu. AFP

Leiðtogar Evrópusambandsríkja samþykktu á fundi í Búlgaríu að beita „sameinaðri nálgun“ til að halda kjarnorkusamningnum við Íran gangandi eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti dró þjóð sína út úr honum.

Áætlunin var samþykkt af 28 leiðtogum. Þar kemur fram að hún verður studd svo lengi sem Íran virðir kjarnorkusamninginn.

Einnig var samþykkt að hefja vinnu til að koma í veg fyrir neikvæð áhrif ákvörðunar Bandaríkjamanna á evrópsk fyrirtæki.  

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, í Búlgaríu.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, í Búlgaríu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert