Hellti sér yfir Trump

00:00
00:00

Banda­ríski kvik­mynda­gerðarmaður­inn Spike Lee gagn­rýndi for­seta Banda­ríkj­anna, Don­ald Trump, harðlega á frum­sýn­ingu kvik­mynd­ar Lee,  BlacKkKlansm­an, á kvik­mynda­hátíðinni í Cann­es í gær.

Lee seg­ir að með því að neita að for­dæma mann­skæðar árás­ir hvítra þjóðern­is­sinna í Char­lottesville í ág­úst, hafi Trump náð lág­punkti sín­um í embætti for­seta.

Spike Lee sagði að skít­hæln­um (Lee notaði orðið mot­herfucker) hafi verið gefið mögu­leiki á að tala um ást í stað hat­urs og að for­dæma ras­ist­ana en hann hafi ekki nýtt sér það tæki­færi. 

Í kvik­mynd­inni seg­ir Lee sögu Ron Stallworth, fyrsta svarta Banda­ríkja­mann­in­um sem tókst að smygla sér inn í raðir Ku Klux Klan und­ir lok átt­unda ára­tug­ar­ins er hann var lög­reglumaður í Col­ara­do. John Dav­id Washingt­on, son­ur Denzel Washingt­on, fer með hlut­verk Stallworth sem rann­sak­ar starf­semi Klan að mestu í gegn­um síma með aðstoð vinnu­fé­laga, sem er gyðing­ur. Adam Dri­ver fer með hlut­verk vinnu­fé­lag­ans.  Í loka­atriði mynd­ar­inn­ar birt­ast mynd­ir frá göngu hvítra þjóðern­is­sinna í Char­lottesville, Virg­inia í ág­úst. Tví­tug­ur öfgasinni ók niður rúm­lega þrítuga konu, Heather Heyer, sem mót­mælti göngu þjóðern­is­sinn­anna auk þess sem nokkr­ir særðust í árás­inni. Trump sakaði báða aðila um að bera ábyrgð á blóðbaðinu. 

Lee til­eink­ar minn­ingu Heyer kvik­mynd­ina og verður hún tek­in til al­mennra sýn­inga ári eft­ir mót­mæl­in. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert