Rauð viðvörun vegna eldgossins

Gosið í Kilauea er að færast í aukana.
Gosið í Kilauea er að færast í aukana. AFP

Yfirvöld á Hawaii hafa gefið út rauða viðvörun t vegna eldgossins í Kilauea en öskuhlaðinn gosmökkur steig upp í um 3-3,6 km hæð í gærkvöldi. Jarðvísindamenn telja að möguleiki sé á meiriháttar eldgosi. 

AFP

Viðvörunin gildir fyrir flugumferð og eins hafa íbúar í nágrenni eldfjallsins verið varaðir við öskufalli og áhrifa þess að öndunarfæri. Jafnframt er fólk varað við útiveru og fólk beðið um að vara varlega í umferðinni. 

AFP

Í aðdraganda gossins var 5 stiga jarðskjálfti. Eftir að gosið hófst 3. maí varð svo 6,9 stiga skjálfti sem er sá stærsti sem mælst hefur á Hawaii frá árinu 1975.

AFP

Eldgosið hefur valdið töluverðri eyðileggingu í íbúabyggð í grennd fjallsins en engan hefur sakað. Kilauea er eitt virkasta eldfjall heims og er eitt af fimm eldfjöllum á Stórueyju á Hawaii.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert