Handteknar vegna árásar í París

Saksóknarinn Francois Molins svarar spurningum blaðamanna eftir árásina.
Saksóknarinn Francois Molins svarar spurningum blaðamanna eftir árásina. AFP

Tvær konur sem búa í nágrenni Parísar voru handteknar og yfirheyrðar af lögreglunni vegna hnífaárásar í París um síðustu helgi þegar einn lést og fjórir særðust. 

Þetta sagði saksóknarinn Francois Molins á blaðamannafundi.

Hann bætti við að Abdoul Hakim A., vinur árásarmannsins Khamzat Azimov, yrði færður fyrir dómara í dag og mögulega ákærður vegna aðildar sinnar að árásinni.

Önnur kvennanna sem voru handteknar heitir Ines Hamza, 19. ára, sem giftist Abdoul Hakim A. áður en hún reyndi að fara til Sýrlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert