Sprenging í gíg fjallsins

Þessi mynd er tekin fyrir nokkrum dögum en síðustu klukkustundir …
Þessi mynd er tekin fyrir nokkrum dögum en síðustu klukkustundir hefur virknin í eldfjallinu magnast. AFP

Gosmökkur eldfjallsins Kilauea á Hawaii nær í um níu kílómetra hæð eftir að sprenging varð í gíg þess. Íbúar í grennd við fjallið eru beðnir að leita skjóls og gæta ýtrustu varúðar.

Eldfjallaeftirlitið á Hawaii segir að sprengingin sem varð í gíg fjallsins sé sú mesta frá því að það fór að gjósa þann 3. maí. Í kjölfarið hafi gríðarmikill gosmökkur stigið til himins. Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna segir í yfirlýsingu að um sé að ræða nokkuð óvenjulega virkni í Kilauea. Sprengingin varð um fjögur í nótt að staðartíma og varði í nokkrar mínútur. 

Líkur eru taldar á að fleiri sprengingar eigi eftir að verða í gíg eldfjallsins. Skýringin er sú að kvikan féll undir grunnvatnsborðið og komst þannig í tæri við vatn með þessum afleiðingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka