Þrjú ný tilfelli staðfest

Starfsmaður sjúkrahúss í Austur-Kongó undirbýr sig fyrir að sinna sjúklingi …
Starfsmaður sjúkrahúss í Austur-Kongó undirbýr sig fyrir að sinna sjúklingi sem grunur leikur á að sé smitaður af ebólu. AFP

Þrjú ný tilfellu ebólu hafa verið staðfest í Austur-Kongó. Ebólufaraldur er tekinn að geisa í landinu. Grunur er um 43 smit að sögn yfirvalda og 21 hefur verið staðfest.

Veikinnar varð fyrst vart í dreifbýli en í síðustu viku greindist fyrsta tilfellið í þéttbýli í borginni Mbandaka. Þar hafa nú þrír greinst með ebólu.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir að tilfellin séu fleiri eða 45 og telur að 25 hafi þegar látist úr ebólu í landinu.

Ebóla er banvænn og mjög smitandi vírus sem erfitt hefur reynst að hemja er hann hefur komið upp. Sérstaklega breiðist hann hratt út í þéttbýli. 

Þetta er í níunda sinn sem faraldur ebólu brýst út í Austur-Kongó frá því að vírusinn uppgötvaðist fyrst árið 1976. Á árunum 2013-2015 gekk ebólufaraldur yfir þrjú ríki í Vestur-Afríku og kostaði meira en 11.300 manns lífið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert